Jólahlaðborð á Fosshotel Húsavík
Nánar
  • Loka

Jólahlaðborð á Fosshótel Húsavík

Fosshótel Húsavík slær upp glæsilegu jólahlaðborði dagana 25. nóvember og 2. og 9. desember.

Jólaandinn svífur yfir vötnum og borðin svigna undan ljúffengum hátíðarkræsingum. Gerðu þér dagamun í ljúfri stemningu með fjölskyldum og vinum á Fosshótel HúsavíkSkoðaðu matseðilinn hér fyrir neðan.

Aðeins 9.400 kr. á mann

Borðapantanir í síma 464 1220 og á husavik@fosshotel.is - Skoðaðu hótelið

Tilboð með gistingu

Gisting fyrir 2 í notalegu herbergi með sjávar- eða bæjarútsýni ásamt morgunverð og jólahlaðborði.

Aðeins 15.400 kr. á mann

-Gildir fyrir 2 í herbergi

-Uppfærsla í deluxe herbergi 4.000 kr.

-Aukanótt 6.000 kr. á mann

-Verð fyrir jólahlaðborð og gistingu í eins manns herbergi 19.500 kr.

 

Hótelið

Fosshótel Húsavík er einstaklega fallegt hótel í hjarta Húsavíkur. Hótelið er nú orðið eitt stærsta og flottasta ráðstefnuhótel norðurlands en þar er að finna 11 ráðstefnu- og veislusali sem taka allt að 300 gesti í sæti. 
Á Fosshótel Húsavík er tekið við hópum í árshátíðarferðir, á fundi og hópeflisferðir allan ársins hring.

Matseðill

Forréttir Villibráðarplatti, reykt önd, kalkúnasalat, tvíreykt hangikjöt, hreindýrapaté, jólasíld, grafinn lax, heitreyktur makríll, taðreyktur silungur, heitreyktur lax og fleira.

Aðalréttur Lambalæri, kalkúnabringa, hangikjöt, hamborgarhryggur og purusteik.

Eftirréttur Saltkaramellumús, jólaskyrkaka, ris a la mande og crème brûlée