Jólahlaðborð á Fosshótel Reykholti
Nánar
  • Loka

Jólahlaðborð á Fosshótel Reykholti

Fosshótel Reykholt slær upp glæsilegu jólahlaðborði dagana 2. og 9. desember.

Við bjóðum upp á ljúffengar hátíðarkræsingar á nýuppgerðu Fosshótel Reykholti. Njóttu jólanna í ljúfri stemningu á sögulegum slóðum í Reykholti.

Aðeins 9.400 kr. á mann

Borðapantanir í síma 435 1260 og á reykholt@fosshotel.is - Skoðaðu hótelið hér

Tilboð með gistingu

Gisting fyrir 2 í notalegu herbergi ásamt morgunverð og jólahlaðborði.

Aðeins 15.400 kr. á mann

-Gildir fyrir tvo í herbergi

-Aukanótt 6.000 kr. á mann

-Verð fyrir jólahlaðborð og gistingu í eins manns herbergi 19.500 kr.

 

Hótelið

Fosshótel Reykholt er rómantískt hótel í Borgarfirði í aðeins nokkurra mínútna akstursfjarlægð frá Deildartunguhver, Hraunfossum og Húsafelli. Hótelið ber þess merki að vera á söguslóðum, en þar er veitingastaðurinn Kringla og barinn Urðarbrunnur.

Matseðill

Forréttir Humarsúpa, grafið nautakjöt frá Signýjarstöðum, heitreyktur lax, grafinn lax, reyktur lax, tvíreykt hangikjöt, paté, grafið hross, laufabrauð, rúgbrauð og heimabakað brauð.

Aðalréttir Svína hamborgarhryggur, hangikjöt, lambalæri og kalkúnabringa

Eftirréttir Ískaka frá Erpsstöðum, frönsk súkkulaðikaka, tíramísú og smákökur.