Jólahlaðborð á Fosshótel Stykkishólmi
Nánar
  • Loka

Jólahlaðborð á Fosshótel Stykkishólmi

Fosshótel Stykkishólmur slær upp glæsilegu jólahlaðborði dagana 18., 25. nóvember og 2. og 19. desember.

Jólaandinn svífur yfir vötnum og borðin svigna undan ljúffengum hátíðarkræsingum á Fosshótel Stykkishólmi. Gerðu þér dagamun í ljúfri stemningu með fjölskyldum og vinum

Aðeins 9.400 kr. á mann

Borðapantanir í síma 430 2100 og á stykkisholmur@fosshotel.is - Skoðaðu hótelið hér

Tilboð með gistingu

Gisting fyrir 2 í notalegu herbergi með sjávar- eða bæjarútsýni ásamt morgunverð og jólahlaðborði.

Aðeins 15.400 kr. á mann

-Gildir fyrir tvo í herbergi

-Aukanótt 6.000 kr. á mann

-Verð fyrir jólahlaðborð og gistingu í eins manns herbergi 19.500 kr.

 

Hótelið

Fosshótel Stykkishólmur er þriggja stjörnu hótel með einstaklega fallegt útsýni yfir bæinn og eyjarnar í kring. Á hótelinu má finna 79 herbergi, hlýlegt veitingahús og ráðstefnusal sem tekur allt að 300 gesti. 

Matseðill

Forréttir Fagur fiskur í sjó, saffran og sítrus marineruð lúða, tvær tegundir af heimalagaðri síld, reyktur og grafinn lax, steiktur þorskur í edikslegi, sjávarréttasalat, þorsklundir með basil og tómötum og snöggsteiktur hvalur.

Aðalréttir Kalt kjöt og villibráð, villibráðarpaté, léttreyktar kjúklingabringur, hangilæri, hamborgarhryggur, reykt nautatunga, Juniper berja grafið lamb, þurrkaður hrossavöðvi í lakkrís, tvíreykt hangikjöt, reyktar andabringur, hægeldað nautafille, purusteik, kalkúnabringa í dijon og pestó.

Eftirréttir Ris a la mande með kirsuberjasósu, marenssprengja með frosnum berjum og heimalagaður ítalskur ís.

Allskonar meðlæti að hætti hússins.